Innlent

Kláruðust á fimm tímum

Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Auglýsti félagið 2000 sæti á mun lægri verðum en gengur og gerist og virðist fólk hafa haft hraðar hendur á að tryggja sér slíka ferð enda voru lægstu fargjöldin auglýst á rúmar fimm þúsund krónur með sköttum. Enn er þó eftir fjöldi ferða til landsins á tímabilinu ágúst til loka september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×