Innlent

Miðborgin í nótt

Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Kona var flutt á slysadeild eftir að maður hafði slegið hana í Austurstræti. Áverkarnir voru ekki taldir alvarlegir. Í morgun var tilkynnt um mann sem ekið hafði á vegg á Rauðarárstíg. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynninginar. Bíllinn skemmdist talsvert og er maðurinn grunaður um ölvun við akstur.Alls voru fimm teknir grunaðir um ölvun við akstur og fjórir gistu fangageymslur sökum ölvunar. Þá kom upp eldur í leikskólanum við Hæðargarð um miðja nótt. Vel gekk að slökkva eldinn og skemmdir urðu ekki miklar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×