Erlent

Upptökur gerðar opinberar

Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær. Það er á átakanlegt að heyra upptökurnar af samskiptum björgunar- og slökkviliðsmanna sem voru í tvíburaturnunum, við stjórnendur aðgerða og hvern annan. Upptökurnar og endurrit af þeim voru birt í gær að kröfu ættingja, sem nú geta heyrt síðustu orð ástvina sinna sem fórust þegar turnarnir hrundu. Ættingjarnir og eftirlifandi slökkviliðsmenn vonast til að geta svarað spurningum sem standa eftir, eins og hvort að búnaður brást og hvort slökkviliðsmenn fóru ekki eftir fyrirmælum um að yfirgefa turnana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×