Öryggissjónarmið ráði banni 9. ágúst 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Grundvallarreglan er sú að það má ekki flytja hrátt kjöt til landsins. Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá þessu og hefur raunar gert í þónokkrum tilfellum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar fyrir að fá leyfi fyrir innflutningi á nautakjöti frá Suður-Ameríku, meðal annars frá sunnanverðri Argentínu. Yfirdýralæknir, sem er faglegur umsagnaraðili, hefur ekkert haft við það að athuga. Aðspurður hvers vegna hann hafi synjað innflytjendum kjötsins um leyfi segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að aldrei hafi verið flutt inn kjöt frá Suður-Ameríku og það liggi fyrir að í Argentínu sé gin- og klaufaveiki til staðar. Skylda landbúnaðarráðuneytisins sé að verja dýr og menn hér á landi og ráðuneytið hafi einfaldlega talið innflutning áhættusaman. Spurður hvort þetta væri liður í að verja tekjur íslenskra bænda segir Guðni að innflytjendur þurfi að flytja inn frá öruggum löndum. Kjöt sé flutt inn frá nálægum löndum og Nýja-Sjálandi sem séu örugg. Þetta snúi þó ekki að því heldur því að það væri gríðarlegt áfall fyrir fólk og fénað hér á landi ef hingað bærist gin- og klaufaveiki. Guðni minnti á þau uppþot sem urðu þegar leyft var að flytja inn nautalundir frá Írlandi, en skömmu síðar kom upp kúariða í Evrópu. Hann sagðist nokkuð viss um að þjóðin vildi öll að varlega væri farið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Grundvallarreglan er sú að það má ekki flytja hrátt kjöt til landsins. Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá þessu og hefur raunar gert í þónokkrum tilfellum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar fyrir að fá leyfi fyrir innflutningi á nautakjöti frá Suður-Ameríku, meðal annars frá sunnanverðri Argentínu. Yfirdýralæknir, sem er faglegur umsagnaraðili, hefur ekkert haft við það að athuga. Aðspurður hvers vegna hann hafi synjað innflytjendum kjötsins um leyfi segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að aldrei hafi verið flutt inn kjöt frá Suður-Ameríku og það liggi fyrir að í Argentínu sé gin- og klaufaveiki til staðar. Skylda landbúnaðarráðuneytisins sé að verja dýr og menn hér á landi og ráðuneytið hafi einfaldlega talið innflutning áhættusaman. Spurður hvort þetta væri liður í að verja tekjur íslenskra bænda segir Guðni að innflytjendur þurfi að flytja inn frá öruggum löndum. Kjöt sé flutt inn frá nálægum löndum og Nýja-Sjálandi sem séu örugg. Þetta snúi þó ekki að því heldur því að það væri gríðarlegt áfall fyrir fólk og fénað hér á landi ef hingað bærist gin- og klaufaveiki. Guðni minnti á þau uppþot sem urðu þegar leyft var að flytja inn nautalundir frá Írlandi, en skömmu síðar kom upp kúariða í Evrópu. Hann sagðist nokkuð viss um að þjóðin vildi öll að varlega væri farið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira