Innlent

Sandstormur í Írak

Gríðarlegur sandstormur geisar í Írak og hamlar skyggni sem nú er einungis tveir til þrír metrar. Götur í Bagdad eru að mestu leyti mannlausar og sjúkrahús eru að fyllast af sjúklingum sem eiga við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma að stríða. Einnig hefur sandstormurinn orðið til þess að forsetinn Jalal Talabani frestaði framhaldsfundi sem átti að halda í dag um nýja stjórnarskrá landsins. Aðeins er vika þangað til ráðandi stjórnmálaöfl í Írak eiga að skila af sér nýrri stjórnarskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×