Innlent

Yfir 100 þúsund matarskammtar

Fiskverkendur á Dalvík bjóða gestum og gangandi upp á margvíslega fiskrétti á fiskideginum mikla sem haldinn er í dag. Fjöldi fólks var þegar mættur í bæinn í gær og því má búast við fjölmenni á fiskideginum mikla nú líkt og fyrri ár. Að sögn Júlíusar Júlíussonar, skipuleggjanda hátíðarinnar, verða yfir hundrað þúsund matarskammtar útbúnir í dag og búist við fjölda manns. Í fyrra mættu yfir 27 þúsund manns á hátíðina og kláruðu yfir 90 þúsund skammta. Matseðillinn verður fjölbreyttur í dag að vanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×