Erlent

Fahd borinn til grafar

Fahd, konungur Sádi-Arabíu, var borinn til grafar í dag. Íslamskir þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum söfnuðust saman í Riyadh í Sádi-Arabíu í dag til að votta Fahd virðingu sína. Þúsundir lögreglumanna voru í fylgd með fjölskyldu konungsins, þegar hún bar lík hans frá mosku, þar sem beðið hafði verið fyrir honum, yfir í kirkjugarðinn þar sem hann var jarðsettur. Gröf konungsins verður ómerkt, í samræmi við strangar trúarhefðir í Sádi-Arabíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×