Erlent

Níu slasast í sprengingu

Níu slösuðust lítillega í gær þegar tvær sprengingar urðu í ruslafötum í tyrkneska bænum Antalya. Antalya er vinsæll ferðamannastaður við strönd Miðjarðarhafsins. Lögreglan gat í gær ekki staðfest hvort sprengingarnar hafi orðið vegna sprengja eða hvort einhvers konar loftþrýstihylki hafi sprungið í hitanum. Fyrri sprengingin varð um hálf þrjú að staðartíma, þegar verið var að tæma ruslafötuna. Þrír borgarstarfsmenn slösuðust, auk tveggja manna sem stóðu þar nærri. Seinni sprengingin varð tíu mínútum síðar, í ruslafötu nærri markaði. Fjórir slösuðust, þar á meðal franskur ferðamaður sem fékk í sig glerbrot. Kúrdar, íslamskir öfgahópar og vinstri sinnaðir öfgamenn, hafa að undanförnu staðið fyrir sprengingum á ferðamannastöðum í Tyrklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×