Erlent

Abdulla konungur Sádi Arabíu

Nýi konungurinn er 81 árs gamall og hefur í raun ráðið ríkjum í konungdæminu síðasta áratuginn, en hann var hálfbróðir og náinn samstarfsmaður Fahd konungs, sem sagður var vera 84 ára þegar hann lést. AP-fréttastofan hefur eftir sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi, prins Turki bin al-Faisal, að stefna landsins í olíumálum myndi haldast óbreytt. "Krónprinsinn, sem nú er orðinn konungur, átti náið samstarf við hinn látna konung varðandi stefnumörkun í innanríkismálum sem utanríkismálum," sagði Turki. "Og því get ég ekki ímyndað mér að nokkuð muni breytast," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×