Erlent

Lausir renningar á Discovery

Tveir trefjarenningar sem standa nokkra sentimetra út úr botni geimferjunnar Discovery gætu stefnt henni í hættu. Sérfræðingar NASA kanna nú hvort renningarnir, sem notaðir eru sem þéttiefni milli hitaflísa, geti valdið því að svæðið í kring hitni um fjórðungi meira en venjulega þegar ferjan kemur inn í gufuhvolfið á ný. Reiknilíkön benda til þess en ekki er vitað hvaða afleiðingar þetta getur haft í för með sér. Hugsanlegt er að geimfarar um borð í ferjunni verði að fara í geimgöngu og lagfæra botn ferjunnar, en það hefur aldrei áður verið gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×