Erlent

Bush sniðgekk öldungadeildina

George Bush, forseti Bandaríkjanna, sniðgekk öldungadeildina, sem nú er í leyfi, þegar hann tilnefndi John Bolton sem næsta sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bolton er umdeildur og hefur m.a. verið gagnrýndur af demókrötum fyrir að vera afar íhaldssamur. Bolton hefur jafnframt deilt harkalega á Sameinuðu þjóðirnar fyrir að vera ekki nógu skilvirkar og sofa á verðinum. Tilnefningin á eflaust eftir að vekja deilur og umtal og þá sérstakelga vegna þess að Bush kaus að tilnefna hann án þess að leita eftir samþykki öldungadeilarinnar um leið og hann hunsar gagnrýnisraddir sem beinst hafa að Bolton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×