Erlent

Níu barnslík finnast í Þýskalandi

Lík níu kornabarna fundust í smábæ í Brandenburg í Þýskalandi í gær. Talið er að móðir barnanna hafi drepið þau skömmu eftir fæðingu. Konu um fertugt er leitað en talið er að hún hafi framið barnamorðin á árunum 1988 til 2004. Samkvæmt fréttastöðinni n-tv sagði sjónarvottur yfirvöldum frá því að bein hefðu fundist þegar verið var að taka til í bakgarði. Saksóknari segir ekkert liggja fyrir um hugsanlegt ástæðu morðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×