Erlent

Fahd látinn

Fahd konungur Sádi-Arabíu er allur. Hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni Riyadh í morgun, líkast til áttatíu og þriggja ára að aldri. Abdullah krónprins hefur þegar verið útnefndur eftirmaður hans, en Abdullah hefur í raun ráðið lögum og lofum í Sádi-Arabíu í áratug, frá því að Fahd fékk alvarlegt slag. Síðan þá hefur Fahd verið mjög veikur og átt erfitt með að gegna skyldum sínum. Olíuverð hækkaði nokkuð á heimsmarkaði í kjölfar þess að greint var frá andlátinu, og er það nú rétt rúmlega sextíu og einn dollar á fatið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×