Þurr og sjarmalaus vonarstjarna 31. júlí 2005 00:01 Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum. Þýskir íhaldsmenn binda miklar vonir við Merkel. Hún er formaður flokks kristilegra demókrata og kanslaraframbjóðandi - og fyrir vikið eru dágóðar líkur á að hún verði næsti kanslari Þýskalands, sé eitthvað að marka kannanir. Í gær kynnti hún stefnumál flokksins í Bæjaralandi. Lykilatriðið er að koma stjórn jafnaðarmanna og græningja, með Schröder kanslara í fararbroddi, frá. Annars segja kristilegir demókratar endalokin blasa við: gjaldþrot og uppsagnir, botnlaust skuldafen og gjaldþrot ríkissjóðs. Merkel vísar því á bug að hún og flokkssystkinin máli skrattann á vegginn og geri vont ástand verra með því að ýkja það. Ástandið sé einfaldlega slæmt. Kristilegir demókratar séu hins vegar búnir undir framtíðina með frumkvæði og nýsköpun. Það er þörf á hvoru veggja eftir langt stöðnunartímabil og Þjóðverjar vona að austurþýski raunvísindamaðurinn Merkel ljúki því. Saga hennar er merkileg og á margan hátt táknræn fyrir Þýskaland. Hún ólst upp í Austur-Þýskalandi en líkaði kerfið lítt. Hún lærði raunvísindi, var virk í andspyrnunni undir lok níunda áratugarins og var meðal þeirra sem voru í forystu þegar Austur-Þjóðverjar tóku völdin í sínar hendur. Helmut Kohl kom auga á hana og kippti inn í forystusveit CDU. Þar var hún lengi vel kölluð „stúlkan hans Kohls“, eða þangað til hún snerist gegn honum þegar hneykslismál léku flokkinn grátt. Hún var ein fárra úr forystunni sem ekki var viðriðin það mál og leiddi flokkinn út úr táradalnum sem fylgdi. Nú er spurningin hvort Merkel sé undir starf kanslarans búin. Hluti ástæðu þess að hún er vinsæl er sú að hún er ekki sami sleipi stjórnmálamaðurinn og Þjóðverjar eru vanir. Hún er fremur kauðsk og hefur ekki sérstaka útgeislun. Hún talar hins vegar hreint út og þykir hafa mikla pólitíska hæfileika. Þeir hæfileikar eru hins vegar ekki sjáanlegir í sjónvarpi og það veit Gerhard Schröder. Þess vegna vill hann sjónvarpskappræður og þær frekar fleiri en færri. Merkel og CDU þvertaka fyrir það og hafa samþykkt eitt kappræðukvöld. Þýskir stjórnmálaskýrendur bíða spenntir eftir því hvort hinum sleipa stjórnmálamanni Schröder takist að snúa þróuninni sér í hag þegar að kappræðunum kemur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum. Þýskir íhaldsmenn binda miklar vonir við Merkel. Hún er formaður flokks kristilegra demókrata og kanslaraframbjóðandi - og fyrir vikið eru dágóðar líkur á að hún verði næsti kanslari Þýskalands, sé eitthvað að marka kannanir. Í gær kynnti hún stefnumál flokksins í Bæjaralandi. Lykilatriðið er að koma stjórn jafnaðarmanna og græningja, með Schröder kanslara í fararbroddi, frá. Annars segja kristilegir demókratar endalokin blasa við: gjaldþrot og uppsagnir, botnlaust skuldafen og gjaldþrot ríkissjóðs. Merkel vísar því á bug að hún og flokkssystkinin máli skrattann á vegginn og geri vont ástand verra með því að ýkja það. Ástandið sé einfaldlega slæmt. Kristilegir demókratar séu hins vegar búnir undir framtíðina með frumkvæði og nýsköpun. Það er þörf á hvoru veggja eftir langt stöðnunartímabil og Þjóðverjar vona að austurþýski raunvísindamaðurinn Merkel ljúki því. Saga hennar er merkileg og á margan hátt táknræn fyrir Þýskaland. Hún ólst upp í Austur-Þýskalandi en líkaði kerfið lítt. Hún lærði raunvísindi, var virk í andspyrnunni undir lok níunda áratugarins og var meðal þeirra sem voru í forystu þegar Austur-Þjóðverjar tóku völdin í sínar hendur. Helmut Kohl kom auga á hana og kippti inn í forystusveit CDU. Þar var hún lengi vel kölluð „stúlkan hans Kohls“, eða þangað til hún snerist gegn honum þegar hneykslismál léku flokkinn grátt. Hún var ein fárra úr forystunni sem ekki var viðriðin það mál og leiddi flokkinn út úr táradalnum sem fylgdi. Nú er spurningin hvort Merkel sé undir starf kanslarans búin. Hluti ástæðu þess að hún er vinsæl er sú að hún er ekki sami sleipi stjórnmálamaðurinn og Þjóðverjar eru vanir. Hún er fremur kauðsk og hefur ekki sérstaka útgeislun. Hún talar hins vegar hreint út og þykir hafa mikla pólitíska hæfileika. Þeir hæfileikar eru hins vegar ekki sjáanlegir í sjónvarpi og það veit Gerhard Schröder. Þess vegna vill hann sjónvarpskappræður og þær frekar fleiri en færri. Merkel og CDU þvertaka fyrir það og hafa samþykkt eitt kappræðukvöld. Þýskir stjórnmálaskýrendur bíða spenntir eftir því hvort hinum sleipa stjórnmálamanni Schröder takist að snúa þróuninni sér í hag þegar að kappræðunum kemur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira