Innlent

Má búast við öllu

Töluverðir vatnavextir eru nú í Skaftá en hlaup hófst í ánni í morgun. Frá því að fyrstu merki um hlaup varð vart milli klukkan fjögur og fimm í morgun hefur rennslið aukist mikið, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar. Hann segist ekkert geta sagt til um það á þessari stundu hvort búast megi við stóru hlaupi en segir þó að svipað mikið sé í Skáftárkötlum og í stóru hlaupunum árið 2000 og 2002 og því megi búast við öllu. Hlaupið mun vaxa í byggð á næst sólarhring að sögn Sverris og þeim tilmælum er beint til þeirra sem hugsanlega eru á ferð við upptök Skaftár að hafa varann á. Mannvirki gætu verið í hættu ef allt fer á versta veg.
MYND/Stöð 2
MYND/Stöð 2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×