Innlent

Halldór á Íslendingaslóðum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gladdi í gær íbúa bæjarins Mountain í Norður-Dakóta ríki með nærveru sinni. Hann var þar í opinberri heimsókn. Hann fagnaði því með íbúum bæjarins, sem eru um hundrað, að 131 ár er liðið frá því að Íslendingar hófu undirbúning að aðskilnaði frá Danmörku. Ekki kemur fram í fréttaskeytinu frá AP af hverju þessu er fagnað í Mountain í Norður-Dakóta en haft er eftir Halldóri að nokkuð af Íslendingum hafi sest að í Manitoba og líklegast Norður-Dakóta líka fyrir margt löngu, þar á meðal ættmenni hans sjálfs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×