Ógerlegt að taka RÚV af markaðinum 30. júlí 2005 00:01 Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn. Páll rætti vítt og breitt um starfsemi RÚV í Íslandi í dag í gær. Hann benti á að í Bretlandi sé BBC hlíft við að vera á auglýsingamarkaði því ef það sé þar geti það ekki alveg sinnt því hlutverki sem það eigi að vera. „Það er tekin menningarpólitísk ákvörðun um að reka hérna ríkisútvarp með sama hætti og menn ákveða að reka sinfóníuhljómsveit, en ekki þungarokkshljómssveit af því að markaðurinn sér um það. Það er til nóg af þungarokki án þess að ríkið sé að blanda sér þar inn í,“ sagði Páll. Og Páll kvað enn fastar að orði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins þegar hann sagðist vilja sjá Ríkisútvarpið hverfa af auglýsingamarkaði.- Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er ekki sammála Páli. Hann segir þessa hugmynd oft hafa verið rædda í 75 ára sögu RÚV en raunsæissýn hans segi honum að afskaplega litlar eða engar líkur séu á að RÚV fengi bætt upp það sem það yrði af ef það hætti sölu auglýsinga sem nemi um 900 milljónum króna árlega. „Það hefur frekar verið tilhneiging hjá hinu opinbera til þess að svipta Ríkisútvarpið lögbundnum tekjustofnum,“ segir Markús. Og verðandi útvarpsstjóri er ekki viss um að hann haldi áramótaávarp. Páll sagðist í þættinum í gær stundum hrifinn af gömlum hefðum hefðanna vegna, en hann geti ekki séð að það sé sérstök eftirspurn eftir því að hann tali á gamlárskvöld. Markús segist í seinni tíð hafa gert þetta með allt öðrum hætti en áður fyrr þar sem menn fluttu hugvekjur í útvarpi og sjónvarpi. Þetta sé orðið meira dagskrárefni með tónlistarívafi. Nú sé fólk út um allt land sem taki þátt í dagskrárgerðinni og reyndar sé undirbúningur þegar hafinn fyrir næsta áramótaávarp því þurft hefur að nota sumarið undir myndatökur, og hvetur Markús arftaka sinn til þess að hugsa sinn gang hvað þetta varði. „Sjónvarpið vonast ég náttúrlega til þess að sýni þetta alla vega, hvort sem það verði með útvarpsstjóra eða ekki,“ segir Markús. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn. Páll rætti vítt og breitt um starfsemi RÚV í Íslandi í dag í gær. Hann benti á að í Bretlandi sé BBC hlíft við að vera á auglýsingamarkaði því ef það sé þar geti það ekki alveg sinnt því hlutverki sem það eigi að vera. „Það er tekin menningarpólitísk ákvörðun um að reka hérna ríkisútvarp með sama hætti og menn ákveða að reka sinfóníuhljómsveit, en ekki þungarokkshljómssveit af því að markaðurinn sér um það. Það er til nóg af þungarokki án þess að ríkið sé að blanda sér þar inn í,“ sagði Páll. Og Páll kvað enn fastar að orði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins þegar hann sagðist vilja sjá Ríkisútvarpið hverfa af auglýsingamarkaði.- Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er ekki sammála Páli. Hann segir þessa hugmynd oft hafa verið rædda í 75 ára sögu RÚV en raunsæissýn hans segi honum að afskaplega litlar eða engar líkur séu á að RÚV fengi bætt upp það sem það yrði af ef það hætti sölu auglýsinga sem nemi um 900 milljónum króna árlega. „Það hefur frekar verið tilhneiging hjá hinu opinbera til þess að svipta Ríkisútvarpið lögbundnum tekjustofnum,“ segir Markús. Og verðandi útvarpsstjóri er ekki viss um að hann haldi áramótaávarp. Páll sagðist í þættinum í gær stundum hrifinn af gömlum hefðum hefðanna vegna, en hann geti ekki séð að það sé sérstök eftirspurn eftir því að hann tali á gamlárskvöld. Markús segist í seinni tíð hafa gert þetta með allt öðrum hætti en áður fyrr þar sem menn fluttu hugvekjur í útvarpi og sjónvarpi. Þetta sé orðið meira dagskrárefni með tónlistarívafi. Nú sé fólk út um allt land sem taki þátt í dagskrárgerðinni og reyndar sé undirbúningur þegar hafinn fyrir næsta áramótaávarp því þurft hefur að nota sumarið undir myndatökur, og hvetur Markús arftaka sinn til þess að hugsa sinn gang hvað þetta varði. „Sjónvarpið vonast ég náttúrlega til þess að sýni þetta alla vega, hvort sem það verði með útvarpsstjóra eða ekki,“ segir Markús.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira