Erlent

Fuglaflensa greinist í Rússlandi

Fuglaflensa hefur nú greinst í Rússlandi. Dagblað þar í landi hefur eftir yfirvöldum í héraðinu Novosibirsk í Síberíu í dag að nokkur fjöldi fugla hafi drepist undanfarið af völdum veirunnar á fjórum stöðum í héraðinu. Itar-Tass fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að um 1300 fuglar hafi drepist. Talið er fullvíst að veiran hafi borist til Rússlands með farfuglum. Yfir 50 manns hafa látist af völdum fuglaflesnu í Asíu á undanförnum tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×