Erlent

Condoleezza Rice valdamest

Stjórnmálamenn skipuðu sér í efstu fjögur sætin, því á eftir Rice kemur Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína og heilbrigðisráðherra, og í þriðja sæti er Yulia Tymoshenko, forsætisráðherra Úkraínu. Í fjórða sæti er forseti Filippseyja, Gloria Arroyo. Í næstu sex sætunum eru hins vegar konur í viðskiptalífinu, svo sem forstjóri uppboðsvefjarins eBay, Margaret Whitman, sem er í fimmta sæti á listanum og því valdamesta kona viðskiptalífsins. Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey er níunda valdamesta kona heims samkvæmt listanum. Rithöfundurinn J.K. Rowling, sem skrifar Harry Potter bækurnar, er í fertugasta sæti listans, en skipaði 85. sætið í fyrra. Hún er valdamesta kona Bretlands samkvæmt listanum, en hún er jafnframt auðugasta kona landsins. Elísabet Englandsdrottning er í 75. sæti listans en Cherie Booth Blair, lögmaður og eiginkona forsætisráðherra Bretlands, er í 62. sæti. Hillary Clinton er í 26. sæti en Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, er í 46. sæti. Valdamesta kona Norðurlandanna er samkvæmt listanum Tarja Halonen, forseti Finnlands, hún er í 31. sæti á listanum. Listi Forbes yfir tíu af hundrað valdamestu konur heims: 1. Condoleezza Rice, Bandaríkin, Utanríkisráðherra 2. Wu Yi, Kína, Aðstoðarforsætisráðherra og heilbrigðisráðherra 3. Yulia Tymoshenko, Úkraína, Forsætisráðherra 4. Gloria Arroyo, Filippseyjar, Forseti 5. Margaret Whitman, Bandaríkin, Forstjóri eBay 6. Anne Mulcahy, Bandaríkin, Forstjóri Xerox 7. Sallie Krawcheck, Bandaríkin, Fjármálastjóri Citigroup 8. Brenda Barnes, Bandaríkin, Forstjóri Sara Lee 9. Oprah Winfrey, Bandaríkin, Stjórnarformaður Harpo 10. Melinda Gates, Bandaríkin, Meðstofnandi The Bill & Melinda Gates Foundation



Fleiri fréttir

Sjá meira


×