Innlent

Vörubílstjórar gera sig klára

Atvinnubílstjórar eru nú farnir að safnast saman á trukkum sínum á stæðinu neðan við Háskóla Íslands og búa sig undir að leggja af stað í snigilhæga mótmælakeyrslu til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni. Lögreglan hefur sagt að þessar aðgerðir verði ekki liðnar og að bílstjórarnir verði handteknir ef þeir tefja umferð af ásettu ráði. Þeir reikna með að leggja af stað einhvern tíma á milli tvö og þrjú.
MYND/Einar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×