Innlent

Eldur í einbýlishúsi á Selfossi

Eldur kviknaði í sjónvarpi í barnaherbergi í nýju einbýlishúsi á Selfossi síðdegis í gær og fór reykskynjari í gang. Nágranni heyrði í honum og reyndi að slökkva eldinn en fékk aðkenningu að reykeitrun. Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti en allt innanstokks í herberginu eyðilagðist og einhverjar reykskemmdir urðu í húsinu. Veggir eru úr gifsi og er það talið hafa heft útbreiðslu eldsins. Þá kom upp eldur í iðnaðarhúsi við Dugguvog í Reykjavík undir kvöld þar sem margir hafa vinnuaðstöðu. Mikinn reyk lagði frá húsinu þrátt fyrir að eldurinn væri ekki mikill en víða urðu reykskemmdir í húsinu. Eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×