Erlent

Sýknaðir af nasistahyllingu

Hæstiréttur Þýskalands sneri í dag dómi yfir þrem mönnum sem höfðu verið sakfelldir í undirrétti fyrir að heiðra SS hersveitir Adolfs Hitlers. Mennirnir þrír sem tilheyra hægri öfgasamtökum komu sér upp símsvara þar sem var að finna upplýsingar um hvar og hvenær skrúðgöngur þeirra færu fram. Lokakveðjan á símsvaranum var svo "Dýrð og heiður sé Waffen SS". Í Þýskalandi er það lögbrot að mæra Hitler og hans legáta með gömlum nasista slagorðum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri mennina, þar sem slagorðið Dýrð og heiður sé Waffen SS hafi aldrei verið notað á nasistatímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×