Sport

Mutu skoraði

Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt fyrsta mark fyrir Juventus sem sigraði Cesena naumlega í æfingaleik 1-0. Mutu skoraði sigurmarkið á 88.mínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kom til Juventus í janúar á frjálsri sölu eftir að hafa afplánað leikbann vegna lyfjamisnotkunar. Cesena leikur í B-deildinni á Ítalíu og viðurkenndi Fabio Capello, þjálfari Juventus, fúslega að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska. "Við höfum verið á stífum æfingum upp á síðkastið og það var vitað mál að við gætum ekki leikið okkar besta leik. Þessi sigur var þó enn eitt skrefið í leit okkar að besta forminu," sagði Capello.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×