Erlent

Eldgos í Mexíkó

Eitt virkasta eldfjall Mexíkó, Colima, gaus í gær með þeim afleiðingum að grjót og aska þeyttust allt að 2700 metra upp í loftið. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum en fjallið er staðsett í um 700 kílómetra fjarlægð frá Mexíkó borg. Fjallið hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu mánuðum og hafa íbúar þorpa í grenndinni þurft að yfirgefa heimili sín. Sérfræðingar segja virkni fjallsins nú eðlilega en búist er þó við að fjallið gjósi á ný á næstu mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×