Erlent

Franskir barnaníðingar

Franskur dómstóll sakfelldi í gær 62 einstaklinga fyrir þátttöku þeirra í hring þar sem börn voru með kerfisbundnum hætti misnotuð, þeim nauðgað og sett í vændi. Málið er það stærsta af þessu tagi sem hefur komið upp í Frakklandi. Tveir sakborninganna voru dæmdir í 28 ára fangelsi. Börnin voru á aldrinum sex mánaða til fjórtán ára. Þau voru misnotuð af foreldrum eða föðurforeldrum og vinafólki þeirra, stundum í skiptum fyrir áfengi, tóbak, mat eða sígarettur. Aðeins þrír voru sýknaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×