Sport

Gilardino leikur með Milan í kvöld

Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð. "Ég get varla trúað því að ég sé að fara að leika í AC Milan treyju. Þetta er líka í fyrsta sinn sem ég kem til Bandaríkjann og þessi reynsla er mjög jákvæð." sagði Gilardino við fjölmiðla í dag. Gilardino sem er 23 ára skoraði 23 mörk á síðasta tímabili fyrir Parma og hélt Parma í A deild nánast einn síns liðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×