Sport

Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino

Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. "Ég ætla að veita honum eins mikla hjálp og ég mögulega get, bæði innan vallar og utan hans. Það er gaman að fá hann í hópinn, hann er mjög snjall og mun klárlega gera góða hluti," sagði Inzaghi sem átti erfitt uppdráttar síðasta tímabil vegna stöðugra meiðsla. Hann er þó viss um að vera búinn að finna fyrra form eftir að hafa gengist undir aðgerðir. "Engar áhyggjur, ég mun skora slatta af mörkum." sagði Inzaghi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×