Erlent

Discovery skal í loftið

MYND/AP
Geimferjunni Discovery verður skotið á loft um hálfþrjú leytið í dag þó ekki hafi enn tekist að greina hvers vegna vandamál kom upp varðandi eldsneytistank þegar skjóta átti ferjunni á loft þann 13. júlí. Skynjari í eldsneytistanki bilaði þegar geimfararnir voru að ganga um borð og var þá hætt við geimskotið. Stjórnendur NASA ætla hins vegar að beygja öryggisreglur að þessu sinni svo hægt verði að koma ferjunni á loft í dag og fullyrða að engin hætta sé á ferð. Ferðinni er heitið að Alþjóðlegu geimstofuninni og mun taka alls 12 daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×