Íbúðaverð hækkar mikið á Akureyri 25. júlí 2005 00:01 Fasteignasala á Akureyri hefur verið lífleg frá í fyrra og segja fasteignasalar að flestar tegundir eigna vanti á skrá. Verð á góðum rað- og parhúsum hefur rokið upp frá því í vor og dæmi um að eignir hafi hækkað um 50 prósent á undanförnum 12 mánuðum. Vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 38,8 prósent á sama tíma. Greiningardeildir bankanna telja að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu sé að nálgast hámark og hætta á offramboði og verðfalli á íbúðarhúsnæði ef ekki dregur úr þenslu í nýbyggingum. Greiningardeildirnar hafa hins vegar ekki skoðað Akureyri sérstaklega. Gísli Gunnlaugsson, hjá Framtíðareign á Akureyri, segir að flestar gerðir eigna vanti á skrá en góð raðhús, parhús og einbýlishús seljist yfirleitt mjög fljótt. "Ég verð var við að fólk á höfuðborgarsvæðinu telji sig geta gert góð viðskipti með því að innleysa hagnaðinn af hækkuninni fyrir sunnan og kaupa eign á Akureyri í þeirri von að fasteignaverð þar fari hækkandi. Eins verð ég var við að Eyfirðingar, til dæmis Dalvíkingar og Ólafsfirðingar, eru í auknum mæli að flytja til Akureyrar," segir Gísli. Daníel Guðmundsson, hjá Eignamiðlun Norðurlands, segir að spákaupmenn og fasteignaheildsalar á höfuðborgarsvæðinu horfi nú meira til Akureyrar og sveitanna í kring en áður varðandi fasteignakaup. "Dæmi eru um að menn að sunnan kaupi tvær og þrjár eignir sama daginn fyrir norðan þar sem þeir telja víst að auðvelt verði að selja eignirnar aftur með góðri ávöxtun," segir Daníel. Tryggvi Pálsson, hjá Fasteignasölunni Holt, segir sífellt færast í vöxt að efnamiklir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu kaupi fasteignir á Akureyri og nágrenni og haldi þar sitt annað heimili. "Mörgum þykir fínt að eiga húseign á Akureyri eða stutt frá bænum eins og í Vaðlaheiði. Fjölgun húsa í Vaðlaheiði er hins vegar ekki að skapi allra sem þar eiga eignir fyrir," segir Tryggvi. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fasteignasala á Akureyri hefur verið lífleg frá í fyrra og segja fasteignasalar að flestar tegundir eigna vanti á skrá. Verð á góðum rað- og parhúsum hefur rokið upp frá því í vor og dæmi um að eignir hafi hækkað um 50 prósent á undanförnum 12 mánuðum. Vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 38,8 prósent á sama tíma. Greiningardeildir bankanna telja að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu sé að nálgast hámark og hætta á offramboði og verðfalli á íbúðarhúsnæði ef ekki dregur úr þenslu í nýbyggingum. Greiningardeildirnar hafa hins vegar ekki skoðað Akureyri sérstaklega. Gísli Gunnlaugsson, hjá Framtíðareign á Akureyri, segir að flestar gerðir eigna vanti á skrá en góð raðhús, parhús og einbýlishús seljist yfirleitt mjög fljótt. "Ég verð var við að fólk á höfuðborgarsvæðinu telji sig geta gert góð viðskipti með því að innleysa hagnaðinn af hækkuninni fyrir sunnan og kaupa eign á Akureyri í þeirri von að fasteignaverð þar fari hækkandi. Eins verð ég var við að Eyfirðingar, til dæmis Dalvíkingar og Ólafsfirðingar, eru í auknum mæli að flytja til Akureyrar," segir Gísli. Daníel Guðmundsson, hjá Eignamiðlun Norðurlands, segir að spákaupmenn og fasteignaheildsalar á höfuðborgarsvæðinu horfi nú meira til Akureyrar og sveitanna í kring en áður varðandi fasteignakaup. "Dæmi eru um að menn að sunnan kaupi tvær og þrjár eignir sama daginn fyrir norðan þar sem þeir telja víst að auðvelt verði að selja eignirnar aftur með góðri ávöxtun," segir Daníel. Tryggvi Pálsson, hjá Fasteignasölunni Holt, segir sífellt færast í vöxt að efnamiklir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu kaupi fasteignir á Akureyri og nágrenni og haldi þar sitt annað heimili. "Mörgum þykir fínt að eiga húseign á Akureyri eða stutt frá bænum eins og í Vaðlaheiði. Fjölgun húsa í Vaðlaheiði er hins vegar ekki að skapi allra sem þar eiga eignir fyrir," segir Tryggvi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira