Innlent

Ásakanir ekki svara verðar

Kolbrún Aðalsteinsdóttir skipuleggjandi Iceland Fashion Week segir ásakanir Sunnu Ásgeirsdóttur og Hörpu Einarsdóttur ekki svara verðar en þær sögðust hafa hætt við þátttöku í hátíðinni vegna vanefnda Kolbrúnar. Eins segist Kolbrún harma einhliða umfjöllun fjölmiðla um tískuhátíðina og furða sig á því að í allri umfjöllun um málið hafi komið fram að ekki hafi náðst í sig, hún hafi síst reynt að forðast blaðamenn. Aðspurð um meintan styrk Útflutningsráðs til íslensku hönnuðanna sem taka áttu þátt í sýningunni segir Kolbrún að um misskilning hafi verið að ræða, hönnuðirnir hafi átt að fá styrk frá Útflutningsráði kæmust þeir inn á tískuviku í Lundúnum, sem þeir gerðu ekki. Kolbrún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Vegna sumarlokana hjá Útflutningsráði fékkst ekki staðfest að gefið hafi verið vilyrði fyrir einhvers konar styrk en Útflutningsráð leggur ekki í vana sinn að styrkja einstaklinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×