Innlent

Samkomulag náðist við Spútnik báta

Samkomulag hefur náðst á milli Spútnik báta og Verkalýðsfélags Akraness en að undanförnu hefur verið deilt um heimild fyrirtækisins til að fá til starfa erlenda verkamenn á grundvelli þjónustusamnings við erlenda starfsmannaleigu. Samkomulag hefur náðst um að Spútnik bátar sæki um tímabundið atvinnuleyfi fyrir starfsmennina og að þeim verði tryggð lágmarkskjör, samkvæmt kjarasamningi, með skriflegum ráðningarsamningi. Verkalýðsfélag Akraness hefur dregið til baka kæru vegna málsins þar sem það telur að erlendu starfsmönnunum verði með þessum hætti tryggð lögbundin starfskjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×