Innlent

Á góðum batavegi

Maðurinn, sem féll um 150 metra niður skriður við Hvalvatnsfjörð á föstudag, var meðvitundarlaus í fallinu og man ekki eftir neinum sársauka. Hann er á góðum batavegi og var þakklátur og sprækur þegar Stöð 2 leit til hans á sjúkrahúsið í dag. Jóhannes fékk meðvitund fljótlega eftir fallið og gat talað við vini sína sem hlúðu að honum. Einn var með NMT síma sem skipti miklu máli því með honum gátu þeir kallað á hjálp. Fyrstu hjálparsveitarmennir komu á staðinn á báti klukkutíma eftir að slysið varð og var læknir með þeim í för. Jóhannes var látinn síga niður í fjöru þaðan sem hann fór með báti að Hvalavatni þar sem áhöfn þyrlunnar sótti hann. Það kom honum á óvart hversu fljótir björgunarmennirnir voru á staðinn. Hann þakkaði björgunarmönnum og hjúkrunarfólki góða aðhlynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×