Innlent

Fer væntanlega heim í dag

Fertugur maður sem rann 150 metra niður skriðu við Hvalvatnsfjörð milli Eyjafjarðar og Skjálfanda á föstudag er á góðum batavegi og fær líklega að fara heim í dag að sögn læknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi Fossvogi. Maðurinn hlaut áverka á höfði og kjálkabrotnaði við fallið. Hann var fluttur með þyrlu til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem gert var að sárum hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×