Innlent

Fyrsta áfanga að ljúka

Fyrsta áfanga strandgöngu Jóns Eggerts Guðmundssonar til styrktar Krabbameinsfélaginu lýkur á Egilsstöðum á morgun. Jón Eggert hefur þá gengið rúmlega níu hundruð kílómetra leið frá Hafnarfirði um Suðurnes, Suðurland og Austfirði. Næsta sumar ætlar Jón Eggert að ganga frá Egilsstöðum og meðfram ströndinni til Hrútafjarðar en hann hyggst loka hringnum sumarið 2007. Hægt er að leggja framlög til Krabbameinsfélagsins inn á söfnunarreikning 0301-26-102005 eða hringja í söfnunarsíma 907 5050.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×