Innlent

Dularfull flensa í Kína

Níu hafa látist af völdum dularfullrar flensu á skömmum tíma í Sichuanhéraði í suðvesturhluta Kína. Af ótta við ókunnan faraldur hafa yfirvöld látið hefja rannsókn eftir því sem fréttaveitan Nýa Kína greinir frá. Tuttugu landbúnaðarverkamenn voru lagðir inn á spítala í tveimur bæjum með einkenni eins og háan hita og uppköst í júní og júlí. Aðeins einn þeirra hefur verið útskrifaður. Frumkönnun bendir til að sjúklingarnir hafi komist í snertingu við veik eða dauð svín og kindur. Í gær var gefin út opinber viðvörun og stjórnvöld reyna að hafa uppi á fleirum sem kunna að hafa smitast. Þau vilja hafa vaðið fyrir neðan sig, minnug bráðalungnabólgunnar og fuglaflensunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×