Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Japan

Fresta þurfti lestarferðum, flugsamgöngur röskuðust um tíma og tugir festust í lyftum. Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan hálf fimm að japönskum tíma í gær og átti upptök sín 90 kílómetra neðanjarðar, rétt austan við Tókýó. Síðast reið stór skjálfti yfir höfuðborgina árið 1923, þegar 140 þúsund létu lífið, en skjálftasérfræðingar telja að tími sé kominn á annan stóran skjálfta á svæðinu. Skýrsla sem japanska ríkisstjórnin lét vinna á síðasta ári leiddi í ljós að stór skjálfti í Tókýó gæti kostað allt að 12 þúsund mannslíf og eyðilagt 850 þúsund heimili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×