Erlent

Brasilía í París

Parísarbúar sem vilja brasilískar strendur þurfa ekki að leita langt í sumar. Nú er verið að koma upp sólarströnd við ána Signu, sem liggur í gegnum borgina og hún á að vera undir brasilískum áhrifum. Þegar hafa fimmtán hundruð tonn af brasilískum sandi verið flutt inn í borgina, sem og fjölmörg pálmatré. Starfsmenn borgarinnar vinna þessa dagana hörðum höndum að því að koma ströndinni upp. Hún verður þrír og hálfur kílómetri og á henni verður hægt að fara í strandblak og strandfótbolta. Þá verður þarna brasilísk tónlist og barirnir bjóða upp á þarlenda kokteila til að svala skemmtanaglöðum parísarbúum og ferðamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×