Innlent

Akureyri ljósleiðaravædd

Akureyrarbær hefur samið við Tengi hf. um lagningu á 250 kílómetra löngu ljósleiðaraneti um nær alla Akureyri á næstu árum. Kostnaðurinn verður um einn milljarður króna og segir Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis, að með tilkomu ljósleiðaranetsins opnist Akureyringum margvíslegir möguleikar varðandi gagnvirk samskipti, aðgengi að fjölmiðlum og afþreyingu. "Undanfarin þrjú ár höfum við lagt 100 kílómetra af ljósleiðurum í götur bæjarins. Um 200 íbúðir eru nú þegar tengdar ljósleiðaranetinu í tilraunaskyni en næst munum við tengja 430 íbúðir í Naustahverfi. Að ári reiknum við með að 1.000 íbúðir verði tengdar ljósleiðaranetinu en fjölbýlishúsahverfi verða í forgangi," segir Gunnar Björn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×