Innlent

Konur til friðargæslu í Kabúl

"Stefnt er að því að ein til tvær konur haldi til Afganistan í haust," segir Arnór Sigurjónsson, hjá íslensku friðargæslunni. Í lok júlí halda tveir hópar til þjálfunar í Noregi en í september að þjálfuninni lokinni halda friðargæsluliðarnir til Afganistan. Hóparnir sem hvor um sig skipa um átta til níu manns er ætlað að starfa í um fjóra mánuði í Afganistan á vegum friðargæsluliðs Atlanthafsbandalagsins. Konur verða þannig í fyrsta skipti við friðargæslustörf í Afganistan. "Þetta eru tvö sambærileg teymi sem fara til norðurs og vesturs. Þau vinna endurreisnar- og uppbyggingarstarf í sveitum landsins og þetta er hluti af viðleitni friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins að stuðla að stöðugleika í landinu," segir Arnór. Íslenskir friðargæsluliðar starfa með norskum og finnskum friðargæsluliðum í norðurhlutanum en með litháískum, lettneskum og dönskum í vesturhlutanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×