Innlent

Hrafn Gunnlaugsson mótmælir slætti

"Það er fallegt að sjá þessi yndislegu ungmenni starfandi í náttúrunni en maður myndi frekar vilja sjá þau týna upp rusl heldur en að tæta upp þessar alíslensku jurtir sem vaxa þarna ótilneyddar innan borgarmarkanna," segir Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og íbúi í Laugarnesi, en þar var slegið í góða veðrinu í fyrrdag. "Sérstaklega hefði maður viljað að bæjarhóllinn gamli hefði verið látinn ósnertur," segir Hrafn.  Hrafn segist hafa fundið að almenningur hefði gaman af því að labba þar um skoða þetta umhverfi, en jurtirnar sem þar segir hann hvergi ræktaðar í skrúðgörðum bæjarins. "Jónas Hallgrímsson Hallgrímsson orti um fífla og sóleyjar, en þær jurtir eru nú upprættar sem hvert annað illgresi. Á sama tíma er verið að rækta jurtir í skrúðgörðum borgarinnar sem alls ekki vilja vaxa í íslensku umhverfi," segir Hrafn. "Ég held að þetta séu leifar af minnimáttarkennd frá þeim tíma þegar við vorum dönsk nýlenda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×