Innlent

Þríburabarnafæðingum fækkar

Frá því tæknifrjóvganir hófust árið 1990 hefur fjöldi þríburafæðinga þrefaldast eða jafnvel fjórfaldast að sögn Reynis Tómasar Geirssonar sviðsstjóra lækninga á kvennasviði Landspítala Háskólasjúkrahús. "Það sem er hinsvegar merkilegt við þríburafæðinguna á föstudaginn var er að þeir fæddust á náttúrulegan hátt en það hefur ekki gerst síðan 1977." Fjöldi þríburafæðinga náði hámarki árið 1994 en þá fæddust átján þríburabörn en Reynir segir að þrátt fyrir að það sé mikil hamingja fyrir foreldra að fæða mörg börn í einu fylgi slíkum fæðingum mikil áhætta þar sem fleirburar fæðist venjulega fyrr en einburar og því er mikil hætt á fyrirburasjúkdómum sem jafnvel geta valdið því að börnin fæðist andvana eða deyji fljótlega eftir fæðingu. "Því hefur verið reynt að draga úr fleirburafæðingum þegar gerðar eru tæknifrjóvganir og nú er fer slíkum fæðingum aftur fækkandi en þó erum við hér á landi enn eftirbátar svíja og finna í þessum efnum en þar fæðast hlutfallslega færri tvíburar eftir tæknifrjóvgun en við náttúrulegan getnað," segir Reynir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×