Innlent

Erótísk nuddstofa til rannsóknar

Rannsókn á starfsemi erótískrar nuddstofu í Reykjavík er nú á lokastigi, en grunur leikur á að þar hafi verið boðið upp á vændi. Lögreglan leggur áherslu á að ná milliliðunum, það er, dólgunum sjálfum sem auglýsa konurnar og selja þær. Lögreglan fékk ábendingar fyrir stuttu um nuddstofu sem bauð erótískt nudd. en stofan hafði verið rekin um nokkurt skeið í Reykjavík. Hægt var að rekja slóð viðskiptavina sem höfðu greitt fyrir þjónustuna, til milliliðsins. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, sagði að stofan hefði verið til skoðunar og þar koma í ljós að þar hafi líklega farið fram starfsemi sem gæti varðað við þau ákvæði hegningarlaganna sem fjalla um vændi til framfærslu. Hann sagði að þar hefðu ekki verið margar konur starfandi en sagði jafnframt að þeir legðu áherslu að góma milliliðina þar sem hún væri klárlega ólögleg og refsiverð. Hann sagði að sá sem hefur milligöngu og tekur við peningum og jafnvel framfæri sér á þeim væri að brjóta lögin. Honum sýnist mál nuddstofunnar vera þess eðlis og að þarf hafi farið fram vændi. Í DV í dag eru tvær auglýsingar frá erótískum nuddstofum. Spurður hvort lögreglan hyggðist skoða starfsemi þessarar stofa, sagði Hörður það vel geta verið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×