Innlent

Eystri-Rangá heldur forystunni

Allt stefnir í að Eystri-Rangá haldi forystu sinni sem mesta laxveiðiá landsins, eins og hún var í fyrra þegar hún var með þrjú þúsund laxa. 469 laxar voru komnir þar á land í gærkvöld, en meðalveiði undanfarinna daga hefur verið 60 laxar á dag. Því er líklegt að hún fari yfir 500 laxa markið í dag. Að sögn veiðimanna er stöðug ganga í ánni og ekki horfur á að veiðin dragist saman á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×