Innlent

Kaupmenn verjist

Ekki mælist marktækur munur á því hvort ránum í lyfjaverslunum fækkar í kjölfar hertra öryggisráðstafana. "Tilfellin eru of fá til þess að slíkir útreikningar séu marktækir, þrátt fyrir að ránin séu auðvitað of mörg," segir Eiður Eiðsson hjá forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Eiður segir þó alveg ljóst að hertar öryggisráðstafanir skili árangri. "Það eru hreinar línur að allt slíkt bætir stöðuna og er af hinu góða," segir Eiður. "Við höfum því eindregið mælt með því að kaupmenn komi sér upp vörnum til þess að koma í veg fyrir rán."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×