Innlent

Aflífa þurfti 30 fugla í Sandgerði

Aflífa þurfti rúmlega þrjátíu fugla í Sandgerði í gær vegna grúts sem þeir höfðu leitað í við höfnina í bænum. Að sögn Víkurfrétta barst lögreglu tilkynning um að grútarmengaður fugl væri í Sandgerðishöfn og í byggð í nágrenninu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að um sílamáv var að ræða og voru þeir fuglar sem náðist til aflífaðir. Ljóst þykir að fiskveiðiskip hafi losað grútinn fyrir utan höfnina sem fuglinn hafi svo leitað í. Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Hafnarstjóra Sandgerðishafnar var gert kunnugt um atvikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×