Sport

Viera verður okkur mikilvægur

Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu. "Vieira verður hjarta miðjunnar hjá okkur í vetur, ekki bara af því hvað hann er flinkur, heldur út af baráttu og vinnusemi. Hann kemur með þessa sérstöku hluti til liðsins sem nýjir leikmenn eiga að koma með," sagði Cappello, sem stýrði Vieira til skamms tíma þegar hann var með lið AC Milan á sínum tíma, en þá fékk sá franski lítið að spreyta sig vegna breiddarinnar í Milan-liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×