Erlent

Fellibylurinn Dennis

Þrjátíu og tveir hafa týnt lífi eftir yfirreið fellibylsins Dennis um Karabíska hafið. Dennis skall á Havana á Kúbu snemma í morgun og reif þar upp tré með rótum og rafmagnslaust varð í borginni. Á ferði sinni yfir Kúbu dró úr krafti Dennis sem er langstærsti fellibylurinn sem sést hefur á svæðinu í ár og raunar er hann talinn öflugasti fellibylur sem mælst hefur svo snemma á árinu. Öflugra fellibylja verður venjuleg ekki vart fyrr en líður nær mánaðamótum júlí og ágúst, jafnvel seinna. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum telja öruggt að Dennis muni á ný vaxa ásmeginn þegar hann kemur yfir hafið með stefnu á Flórída. Þúsundir íbúa og ferðamanna þar hafa verið fluttir á brott en ekki er búist við Dennis á þessu svæði fyrr en annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×