Erlent

Árásir á uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir landgönguliðar hófu í morgun nýja hrynu árása á uppreisnarmenn, en til stendur að reyna að útrýma búðum uppreisnarmanna í Efrat-dalnum. Fimm hundruð bandarískir og hundrað írakskir hermenn taka þátt í aðgerðinni. Efrat-dalurinn er umferðaræð fyrir erlenda uppreisnarmenn, en þeim er kennt um fjölda hryðjuverka í Írak. Þeir koma yfir landamærin frá Sýrlandi og fara um dalinn til Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×