Erlent

Bush hjólar á lögregluþjón

George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk sér hjólreiðatúr við komuna til Gleneagles í Skotlandi í gær þar sem leiðtogafundur G8-ríkjanna fer fram. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að forsetinn rann í bleytu og lenti í árekstri við lögreglumann sem var á gangi á svæðinu. Sérlegur læknir forsetans gerði að sárum hans. Þau voru reyndar minni háttar, aðeins þurfti að setja plástra á hruflaðar hendur. Lögreglumaðurinn var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust sömuleiðis afar smávægileg. Engin röskun varð á áætlun forsetans heldur snæddi hann með Elísabetu II drottningu og hinum leiðtogunum eins og ekkert hefði í skorist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×