Erlent

Komu upp um barnaræningja

Lögreglan í Íran hefur komið upp um hring glæpamanna sem grunaður er um að hafa stolið minnst 63 börnum af sjúkrahúsum landsins og selt þau svo til barnlausra hjóna. Alls hafa tuttugu og sex manns verið handteknir vegna málsins, þar af tveir læknar og eins fleira fólk sem starfar á sjúkrahúsunum sem börnunum hefur verið rænt af. Börnin hafa verið seld fyrir um 80-200 þúsund krónur. Þegar hefur tekist að hafa uppi á átta af börnunum og tveimur þeirra hefur verið skilað til raunverulegra foreldra sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×